fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Einn valdamesti mafíuleiðtoginn á Ítalíu handtekinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. mars 2021 07:15

Ætli mafíuforingjar líti svona út í dag? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska lögreglan handtók á föstudaginn 34 ára Ítala í Barcelona. Hann er talinn einn valdamesti leiðtogi hinnar valdamiklu „Ndrangheta“ mafíu. Aðeins hefur verið skýrt frá því að skammstöfun á nafni mannsins sé G.R.

Hann er talinn einn hættulegasti maðurinn sem hefur verið á flótta undan armi ítölsku réttvísinnar. Hann var handtekinn á Sant Gervasi markaðnum í Barcelona eftir að fylgst hafði verið með honum í tengslum við eftirlit með öðrum manni úr sömu mafíu.

Maðurinn hafði verið á flótta í nokkur ár og er eftirlýstur á Ítalíu þar sem hann hafði verið dæmdur í fangelsi að sér fjarstöddum.

Spænska lögreglan komst á slóð hans eftir ábendingu frá frönsku lögreglunni. Hún naut síðan aðstoðar ítölsku lögreglunnar við að hafa uppi á honum. Í nóvember var maðurinn, sem er skráður til heimilis í Þýskalandi, dæmdur í 20 ára fangelsi á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali