„Ef þið haldið áfram að nota nafn forsetans í herferðum ykkar höfum við í hyggju að höfða mál og krefjast bóta,“ segir í þessum bréfum að sögn Politico. Bréfin voru send til leiðtoga landsnefndar Repúblikanaflokksins, The National Republican Senatorial Committee og The National Republican Congressional Committee.
„Þeir geta ekki atað forsetann auri en um leið notað vinsældir hans til að safna milljónum,“ segir í fréttatilkynningu frá lögmönnum Trump.
Allt frá því að Trump beið ósigur fyrir Joe Biden í forsetakosningunum í byrjun nóvember hefur Trump átt í orðaskaki við marga af fyrrum vinum sínum í Repúblikanaflokknum en margir þeirra hafa gagnrýnt hann og ef það er eitthvað sem Trump þolir ekki þá er það gagnrýni.
Það fer að vonum í taugarnar á Trump að þessir sömu aðilar notfæra sér nafn hans og myndir af honum við eigin fjáraflanir fyrir kosningar í framtíðinni. Því fá þeir nú að kenna á Trump og lögmönnum hans.
Trump hefur lengi verið duglegur við að vernda nafn sitt sem er vörumerki sem má sjá á hótelum, golfklúbbum og spilavítum. New York Post segir að Trump hafi í gegnum tíðina lögsótt að minnsta kosti 187 manns fyrir að nota nafn hans í leyfisleysi.