The Guardian segir að í áætluninni komi ekki mikið fram um hvernig landið, sem losar mest allra landa af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið, ætlar að ná markmiði sínu um enga losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2060 en Xi Jinping, forseti, kynnti það markmið til sögunnar á síðasta ári og sagði þá að losun koltvíildis myndi ná hámarki fyrir 2030.
Zhang Shuwei, aðalhagfræðingur Draworld Environment Research Centre, sagði í samtali við the Guardian að búist hafi verið við metnaðarfullum áætlunum í fimm ára áætluninni um hvernig eigi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. En ekkert slíkt komi fram í drögum áætlunarinnar.