Draghi sagði að verkefni alls stjórnkerfisins sé að vernda líf Ítala með öllum hugsanlegum aðferðum og tryggja að hægt verði að snúa aftur til eðlilegs lífs sem fyrst. „Sérhvert líf telur,“ sagði hann.
Eins og staðan er núna þá fer ástandið versnandi í landinu og smitum fjölgar. En Draghi sagði að samt sem áður væri tilefni til bjartsýni. „Heimsfaraldrinum er ekki enn lokið en með því að hraða bólusetningaáætlunum er ekki svo mikið eftir,“ sagði hann.