The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að bandalagið segi að í áætlunum stjórnvalda um allan heim vanti fjárfestingar og áætlanir um hvernig taka eigi á á málum að faraldrinum afstöðnum. Bandalagið, sem nefnist the Preventing Pandemics at the Source, segir að með þessu sé heimsbyggðin að spila „rússneska rúllettu“.
Bendir bandalagið á að billjónum dollara sé, réttlætanlega, eytt í að bæta heilbrigðiskerfið og efnahag heimsins en lítið sé gert til að stöðva skógareyðingu og ólögleg viðskipti með villt dýr.
Með þessum yfirlýsingum sínum bætist bandalagið í sístækkandi hóp þeirra sem vara við að fleiri heimsfaraldrar muni fylgja ef ekki verður gripið til aðgerða til varnar náttúrunni og dýralífi.
Talið er að kórónuveiran hafi borist úr leðurblökum í menn og það sama á við um tvo þriðju allra þeirra sjúkdóma sem við mannfólkið glímum við. Þar má nefna inflúensu, HIV, Zika og ebólu. Bent hefur verið á að aukið skógarhögg, landbúnaður og viðskipti með villt dýr hafi fært villt dýr og fólk og bústofna nær hvert öðru og þannig aukið líkurnar á að sjúkdómar berist úr dýrum í fólk.