fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Ferðamálafrömuður vill flytja Stonehenge til Wales

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. mars 2021 18:30

Stonehenge.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyn Jenkins, ferðaþjónustufrömuður í Wales, vill að hið fræga Stonehenge verði flutt frá Englandi til Wales og gert að ferðamannastað þar en milljónir manna skoða þetta sögufræga mannvirki árlega. Stonehenge stendur á Salisbury Plain í England en sérfræðingar telja að steinarnir, sem voru notaðir í verkið, hafi verið teknir úr Preseli fjöllunum í Wales og fluttir til Salisbury Plain.

ITV skýrir frá þessu. Jenkins skrifaði lesandabréf í dagblaðið the Western Telegraph nýlega þar sem hann sagði að Stonehenge væri ferðamannastaður sem aflaði milljóna punda í tekjur árlega.

Hann sagði jafnframt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, myndi kannski benda á að Englendingar hafi ekki fengið steinana því England, eins og það er í dag, hafi aðeins verið til í um 1.500 ár en Stonehenge er um 5.000 ára gamalt, en það breyti engu.

Velskir þjóðernissinnar hafa hrundið undirskriftasöfnun af stað á netinu þar sem þeir krefjast þess að steinunum verði skilað til Wales því það myndi gagnast Wales vel efnahagslega og félagslega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?