fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Pressan

Mistök eða rétti leikurinn? Allar sóttvarnaaðgerðir felldar úr gildi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. mars 2021 05:32

Engar sóttvarnaaðgerðir eru nú í gildi í Texas. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær féllu allar þær sóttvarnaaðgerðir, sem yfirvöld í Texas höfðu gripið til vegna heimsfaraldursins, úr gildi. Því þarf ekki lengur að nota andlitsgrímur og engar takmarkanir eru á þeim fjölda sem má koma saman. Sérfræðingar súpa hveljur yfir þessu og segja að þetta muni verða til þess að útbreiðsla margra afbrigða kórónuveirunnar muni aukast mikið.

Texas er fimmta ríkið sem fellir kröfuna um notkun andlitsgríma úr gildi. Ekkert land í heiminum hefur farið jafn illa út úr faraldrinum og Bandaríkin ef miðað er við dánartölur. Smitum hefur þó farið fækkandi síðan í janúar.

„Það er kominn tími til að opna Texas 100%,“ sagði Gregg Abbott, ríkisstjóri, í síðustu viku þegar hann kynnti fyrirætlanirnar um afnám sóttvarnaðgerðanna.

Hafnarboltaliðið The Texas Rangers ætlar að vera fyrsta stóra atvinnumannaliðið í Bandaríkjunum til að hleypa áhorfendum inn á heimavöll sinn á nýjan leik. Talsmenn liðsins tilkynntu á miðvikudaginn að þeir hafi í hyggju að selja 40.300 miða á heimaleiki sína í lok mars og byrjun apríl en það þýðir að selt verður í öll sæti á vellinum.

Samkvæmt upplýsingum frá Johns Hopkins háskólanum þá hafa um 530.000 manns látist af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Þar af um 46.000 í Texas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Forseti Kólumbíu segir að kókaín sé ekkert verra en viskí

Forseti Kólumbíu segir að kókaín sé ekkert verra en viskí
Pressan
Í gær

Tekinn af lífi í gærkvöldi

Tekinn af lífi í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hann er að reyna að sannfæra ykkur um eitthvað sem er ekki satt. Ekki trúa honum“

„Hann er að reyna að sannfæra ykkur um eitthvað sem er ekki satt. Ekki trúa honum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískir læknar í hart út af upplýsingum sem Trump-stjórnin hefur fjarlægt af netinu

Bandarískir læknar í hart út af upplýsingum sem Trump-stjórnin hefur fjarlægt af netinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eigandi leikjalands dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hann var látinn opna símann sinn

Eigandi leikjalands dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hann var látinn opna símann sinn