Þau fundust í tengslum við uppsetningu nýrra rafmagnsstaura. BBC skýrir frá þessu.
„Skömmu eftir að við byrjuðum að grafa gerði hópurinn merka uppgötvun. Í fyrstu töldu þeir að um helli væri að ræða,“ segir í fréttatilkynningu frá Western Power Distribution.
Haft er eftir Allyn Gore, tæknimanni, að hann hafi tekið þátt í mörgum verkefnum á vegum fyrirtækisins þar sem gamlir brunnar og kjallarar hafi fundist en aldrei fyrr hafi hann verið með þegar eitthvað svona spennandi hafi fundist.
Göngin voru ekki merkt inn á nein kort en fyrirtækið er með kort sem ná allt aftur til nítjándu aldar.
Öll vinna á svæðinu hefur verið stöðvuð og fornleifafræðingar verða sendir á staðinn til að rannsaka göngin.