The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að lögmenn þriggja umsækjenda og stjórnanda hjá fyrirtækinu hafi skýrt frá þessu á föstudaginn. Fram kemur að EEOC leysi málin yfirleitt með því að hafa milligöngu um sátt á milli málsaðila eða með því að heimila þeim sem kvarta að lögsækja vinnuveitendur. En stöku sinni rannsakar stofnunin málin sjálf með það í huga að til frekari og umfangsmeiri lögsókna geti komið þar sem stofnunin höfðar mál fyrir hönd allra starfsmanna fyrirtækisins.
Umsækjendurnir þrír og Oscar Veneszee Jr, stjórnandi hjá Facebook, vöktu athygli EEOC á málinu síðasta sumar og í desember. Segir fólkið að Facebook mismuni svörtum umsækjendum og starfsmönnum sínum með því að treysta á huglægt mat og með því að ýta undir staðalímyndir byggðar á kynþætti.
EEOC hefur ekki tjáð sig um málið en fram kemur að rannsókn stofnunarinnar geti tekið marga mánuði.