fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

EasyJet greiðir konu bætur – Beðin um að skipta um sæti vegna kynferðis síns

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. mars 2021 07:00

Flugvél frá EasyJet.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvisvar sinnum hefur hin bresk/ísraelska Melanie Wolfson verið beðin um að flytja sig í annað sæti í flugvélum easyJet. Ástæðan er að hún er kona og ekkert annað. Nú hefur flugfélagið fallist á að greiða henni bætur vegna þessa og það hefur lofað að breyta starfsaðferðum sínum í þessum efnum.

Wolfson býr í Tel Aviv í Ísrael en fer reglulega til Lundúna þar sem hún ólst upp. Hún hefur oft nýtt sér þjónustu easyJet sem er stærsta lággjaldaflugfélagið í Bretlandi. En hún taldi að sér hefði verið mismunað vegna kynferðis síns um borð í vélum félagsins og krafðist því bóta upp á sem svarar til um þriggja milljóna íslenskra króna.

The Guardian segir að easyJet hafi nú fallist á að greiða henni bætur og hafi beðið Wolfson afsökunar.

Fyrra atvikið átti sér stað 2019 en þá sat Wolfson við hlið strangtrúaðs gyðings og sonar hans. Áhöfnin bað hana því um að skipta um sæti við karlmann en strangtrúaðir gyðingar telja konur ekki jafna körlum og forðast samskipti við konur sem eru ekki í fjölskyldu þeirra. Wolfson sagðist hafa verið „móðguð og reið“ vegna þessa en féllst samt á þetta til að fluginu myndi ekki seinka.

Í janúar á síðasta ári kom svipuðu staða upp þegar hún fékk sæti við hlið tveggja strangtrúaðra gyðinga og var beðin um skipta um sæti við karlmann. Því neitaði hún. Hinir strangtrúuðu gyðingar leystu þetta til að forðast nærveru við hana og fengu tvær konur til að skipta um sæti við sig. Áhöfnin aðhafðist ekkert í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“