fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Pressan

Tímamót í dönskum fjölmiðlum – Starfsfólk í kynlífsiðnaðinum er ósátt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 05:18

Starfmaður í kynlífsiðnaðinum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórtíðindi bárust í gær frá danska dagblaðinu Ekstra Bladet. Tilkynnt var að Poul Madsen, aðalritstjóri, myndi láta af störfum eftir 14 ár í starfi. Einnig var tilkynnt að blaðið muni hætta að birta svokallaðar „nuddauglýsingar“ og hefur það vakið mikla óánægju meðal margra sem starfa í kynlífsiðnaðinum.

„Nuddauglýsingarnar“ eru ekkert annað en auglýsingar frá konum og körlum sem selja vændi. Ekstra Bladet hefur eftir Estella, sem er talskona samtaka starfsfólks í kynlífsiðnaðinum, að þetta sé mjög slæm ákvörðun hjá Ekstra Bladet og að samtökin séu leið yfir henni fyrir hönd þeirra sem starfa í kynlífsiðnaðinum.

Sjálf sagðist hún hafa auglýst í blaðinu og að allar „gerðir“ kynlífsstarfsmanna hafi auglýst í blaðinu og á vefmiðli þess. „Ekstra Bladet er viðurkenndur, opinber og löglegur fjölmiðill þar sem starfsfólki í kynlífsiðnaðinum hefur verið gert jafn hátt undir höfði og öðrum. Þar hefur Coca Cola verið, McDonalds, flutningafyrirtæki og starfsfólk í kynlífsiðnaðinum. Þetta er svo „áþreifanlegt“, að við höfum verið hluti af þessu öllu, þar sem okkur hefur fundist að við værum þátttakendur og ekki útilokuð eins og einhver sem maður vill ekki leika með,“ sagði Estella.

Þegar tilkynnt var um starfslok Madsen sagði hann að það að hætta birtingu „nuddauglýsinga“ hafi verið það síðasta sem var ólokið í þeirri vegferð að nútímavæða blaðið.

Blaðið hefur margoft verið gagnrýnt fyrir að birta auglýsingar af þessu tagi, til dæmis eftir að fjölmiðlar sýndu fram á að á bak við sumar þessara auglýsinga voru konur sem höfðu verið seldar mansali. Þær hafa einnig verið gagnrýndar í tengslum við #MeToo-umræðuna. Madsen sagði tímabært að hlusta á þessa gagnrýni og hætta birtingu auglýsinga af þessu tagi.

Nú þarf starfsfólk í kynlífsiðnaðinum því að finna sér nýjan vettvang fyrir auglýsingar sínar en ekkert annað danskt dagblað birtir auglýsingar af þessu tagi og það gera samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Instagram heldur ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig
Pressan
Í gær

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku