Rannsókn sem var gerð á meðal 1.000 karla og kvenna í Bretlandi varpar ljósi á að flestir hafa upplifað kynlífsótta af einu eða öðru tagi. Flestir í tengslum við að prófa eitthvað nýtt, til dæmis nýja stellingu eða kynlífsleikfang. Margir sögðu einnig að þeir glími við áhyggjur og óróleika þegar þá langar að stinga upp á einhverju nýju í kynlífinu.
Algengustu áhyggjurnar voru:
· Hræðsla við að makinn yrði ekki ánægð(ur)
· Hræðsla við að vera sjálf(ur) ánægð(ur) með þetta en makinn ekki
· Að verða vandræðaleg(ur)
· Hræðsla við að þetta sé sársaukafullt
· Hræðsla við að þetta uppfylli ekki eigin þarfir
· Hræðsla við að það sé bara makanum sem líkar þetta
· Hræðsla við að gera eitthvað rangt
Hvað varðar kynlífsstellingar voru það þrjár sem fólk sagði vekja sérstakar áhyggjur hjá því. Þetta voru standandi 69, endaþarmsmök og hjólbörurnar.
Almennt séð höfðu konurnar, sem tóku þátt í rannsókninni, meiri áhyggjur af kynlífinu en karlarnir. Þær höfðu einnig miklar áhyggjur af standandi 69 því þar getur konan slasast ef karlinn missir hana. Endaþarmsmök vöktu einnig áhyggjur margra kvenna enda er það endaþarmur þeirra sem kemur þar yfirleitt við sögu en ekki endaþarmur karlanna.
Annað sem vakti áhyggjur þátttakenda var 69 í liggjandi stöðu, kynlíf uppi á borði, öfug kúrekastelpa og að fróa sér fyrir framan makann. Konurnar höfðu sérstaklega áhyggjur af frammistöðu sinni og líkamsmynd í þessu samhengi.