Lögreglan gerði húsleitina eftir að hún fann kókaín sem var talið vera í eigu 18 ára manns sem bjó í íbúðinni. Við leit í íbúðinni fundust tvær sjálfvirkar skammbyssur og sjálfvirk vélbyssa með hljóðdeyfi. Að auki fundust skotvopn.
Aftonbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að við húsleitina hafi amma unga mannsins verið ansi óróleg og vildi fá að fara á klósettið. Lögreglumenn leituðu fyrst á henni og fundu þá sprengiefnið í brjóstahaldara hennar og vasa. Að auki var hún með smávegis af kannabis á sér.
Amman var handtekin sem og ungi maðurinn, móðir hans og föðursystir hans.
Í síðustu viku var móðir hans dæmdi í 16 mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt til afbrota og aðstoðað við þau. Amman fékk 18 mánaða dóm fyrir að hafa falið sprengiefnið. Enn á eftir að kveða upp dóm yfir unga manninum og öðrum manni sem er einnig ákærður í málinu.