Joe Biden, forseti, sagði í síðustu viku að nóg verði af bóluefni fyrri alla fullorðna fyrir lok maí. Núna eru um tvær milljónir bólusettar á sólarhring miðað við nýjustu tölur frá smitsjúkdómastofnun landsins, CDC.
CNN segir að með þessu náist hjarðónæmi í sumar með bólusetningum einum saman. Líklegt megi teljast að það náist enn fyrr ef þeir eru teknir með í reikninginn sem eru ónæmir fyrir veirunni eftir smit.
Sérfræðingar telja að 70 til 85% þjóðarinnar þurfi að vera ónæm gegn veirunni til að hjarðónæmi náist og þannig dragi úr dreifingu veirunnar. Rúmlega 8% landsmanna hafa nú lokið bólusetningu en það eru 28 milljónir.