fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Bolsonaro kemur með enn ein umdeild ummæli um kórónuveirufaraldurinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 06:59

Jair Bolsonaro.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er umdeildur og eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á hefur hann sagt margt sem hefur vakið mikla athygli og reiði. Hann hefur til dæmis sagt að faraldurinn sé bara eins og „smá kvef“ og hann hefur reynt að draga úr alvarleika hans með því að segja „við munum öll deyja dag einn“.

Hann er ekki hættur að tjá sig um faraldurinn því í síðustu viku kom hann fram á opinberum atburði og sagði að það þýði ekki að fyllast örvæntingu og fylgja þessari „verum heima“ stefnu. „Fólk mun deyja úr hungri eða þunglyndi,“ sagði hann.

„Það er komið nóg af þessu. Hversu lengi á að halda áfram að væla? Hversu lengi ætlið þið að vera heima og loka öllu? Enginn getur haldið þetta út lengur,“ sagði hann einnig.

Tilraunir hans til að draga úr alvarleika faraldursins koma á sama tíma og sérfræðingar segja að Brasilía sé á viðkvæmasta stigi faraldursins til þessa. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað mikið að undanförnu. Að undanförnu hafa um 75.000 smit greinst á sólarhring og á annað þúsund manns látast daglega af völdum COVID-19.

Það er aðallega brasilíska afbrigði veirunnar, sem heitir P1, sem veldur þessari skelfilegu þróun en afbrigðið getur smitað þá sem hafa áður smitast af veirunni og myndað mótefni. P1 virðist geta farið fram hjá ónæminu. Gonzalo Vecina Neto, læknir og fyrrum yfirmaður heilbrigðisyfirvalda landsins sagði í síðustu viku að útlitið hafi aldrei verið eins slæmt síðan faraldurinn skall á.

Í síðustu viku voru andlát af völdum COVID-19 næstum fjórðungi fleiri en í vikunni á undan og ástandið getur versnað enn frekar. Sérfræðingar hafa varað ríkisstjórn landsins við því að ef ekki verður gripið til harðra aðgerða muni um 3.000 manns látast daglega af völdum COVID-19 innan ekki svo langs tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót