fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Óhugnanleg fjölskyldusaga uppgötvaðist eftir DNA-prófið – Myrti eiginkonu, móður og börn sín

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman skildi Kathy Gillcrist ekki hvers vegna hún var ekki lík foreldrum sínum í hegðun. Foreldrar hennar ættleiddu Kathy sem barn en þrátt fyrir það er hún ekki jafn róleg og hljóðlát eins og foreldrar sínir. News.com.au greindi frá.

Kathy var nefnilega einmitt andstæðan við foreldra sína, hún var hávær og æst og hafði mikinn áhuga á hlutum sem foreldrar hennar skildu ekki. Fjölskyldunni fannst alltaf furðulegt hvað hún var ólík þeim en þau telja að ráðgátan hafi verið leyst þegar Kathy tók DNA-próf.

Niðurstöður prófsins leiddu Kathy að líffræðilegri frænku sinni, Susan Gillmor. Það var svo mikil heppni fyrir Kathy að þessi frænka hennar var erfðafræðingur. Susan ákvað að hjálpa Kathy að finna líffræðilegu foreldra sína en fyrst fann hún móður hennar sem var þá látin.

Það tók svo nokkur ár fyrir Susan að finna faðir Kathy en þegar hann loksins fannst kom upp um óhugnanleg fjölskyldusaga. Faðir Susan, William Bradford Bishop Junior, var nefnilega búinn að vera eftirlýstur af bandarísku alríkislögreglunni frá árinu 1976 fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og þrjá syni þeirra sem voru 5, 10 og 14 ára gamlir.

Þá er William Bradford einnig grunaður um að hafa myrt 68 ára gamla móður sína og grafið þau síðan öll saman í grunnri gröf sem hann kveikti síðan í. Bíll hans fannst yfirgefinn í almenningsgarði en getgátur eru um að hann hafi flúið land eftir atburðina. William Bradford myndi vera 84 ára gamall í dag og Susan telur að það gæti vel verið að hann sé enn á lífi í dag og lifi undir öðru nafni.

„Ég hló bara,“ segir Kathy um það hvernig henni leið þegar hún komst að þessu. „Við erum með frábært skopskyn í fjölskyldunni og ég hugsaði bara: Auðvitað, pabbi minn er morðingi!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu