fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Kínverjar og Rússar taka höndum saman um byggingu geimstöðvar á tunglinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 18:30

Tunglið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar og Rússar hafa ákveðið að taka saman höndum um að byggja geimstöð á tunglinu eða á braut um það.

Rússneska geimferðastofnunin Roscosmos skýrði frá þessu. Fram kemur að Roscosmos og kínverska geimferðastofnunin hafi náð saman um að vinna saman að því að byggja geimstöð, annað hvort á tunglinu eða á braut um það. Hugsanlega munu önnur lönd og alþjóðleg fyrirtæki koma að verkefninu.

Rússland og Kína ætla einnig að efla alþjóðlegt samstarf með verkefninu með því að bjóða öllum löndum, sem vilja taka þátt í því, jafnan aðgang að geimstöðinni. Geimferðastofnanir ríkjanna munu nú hefjast handa við að gera nákvæma áætlun um byggingu geimstöðvarinnar.

Roscosmos segir að stefnt sé að því að senda fólk til tunglsins 2028 og að frá þeim tíma verði fólk alltaf til staðar á tunglinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949