fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Þetta smáatriði varð til þess að Tom Hagen trúði ekki að hér væri um mannræningjana að ræða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 05:23

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 13.30 þann 31. október 2018 kom Tom Hagen heim til sín. Hann hafði hringt ítrekað í eiginkonu sína, Anne-Elisabeth Hagen, án þess að hún svaraði. Hann óttaðist að hún hefði veikst og fór því heim til að kanna með hana. Hún var ekki í húsinu en í ganginum fann hann umslag. Í því var umtalað hótunarbréf með skilaboðum um að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og að Tom yrði að greiða 9 milljónir evra í lausnargjald. Greiðslan átti að vera í rafmyntinni monero.

Undir umslaginu fann Hagen, að eiginn sögn, úr, giftingarhring Anne-Elisabeth, sem hún hafði borið í 49 ár, og annan hring. Hann hafði samband við lögregluna sem hóf umfangsmikla rannsókn sem stendur enn. Henni var þó haldið leyndri fyrstu 10 vikurnar. þegar skýrt var opinberlega frá málinu þann 27. janúar 2019 fékk Hagen dulkóðaðan tölvupóst frá aðila sem sagðist vera einn mannræningjanna. Innihald póstsins var ógnandi og snerist meðal annars um að Hagen hefði reynt að blekkja mannræningjana með  því að hafa samband við lögregluna. Hann var einnig beðinn um að greiða 2,25 milljónir evra til að fá sönnun fyrir að Anne-Elisabeth væri á lífi. 8. júlí fékk hann aftur tölvupóst þar sem hann var hvattur til viðræðna við mannræningjann og lausnargjaldskrafan var lækkuð og hann nú beðinn um að greiða 1,35 milljónir evra fyrir að fá sönnun þess að Anne-Elisabeth væri á lífi. Daginn eftir greiddi hann þessa upphæð. TV2 skýrir frá þessu.

Anne-Elisabeth Hagen.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til að sanna að Tom væri í raun í samskiptum við mannræningjana skrifuðu þeir um hlutina sem Tom fann undir umslaginu en það var eitt vandamál við þau skrif þeirra. Í tölvupóstunum nefndu þeir tvo hluti en ekki þrjá. „Þeir skrifuðu um úr og hring en ekki um tvo hringi, sem er rétt,“ hefur Tom sagt um þetta. TV2 segir að hann hafi verið mjög upptekinn af þessu og hafi margoft nefnt þetta við lögregluna og skrifað þetta í minnisblað sem hann sendi henni haustið 2019.

Lögregluna grunar að Tom hafi komið að hvarfi og morðinu á Anne-Elisabeth á einn eða annan hátt en lögreglan er þess fullviss að henni hafi verið ráðinn bani. Þessu neitar Tom alfarið. Hann hefur stöðu grunaðs í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga