Clark er prestur í baptistakirkju í Missouri. Fyrrgreind ummæli voru hluti af „ráðum“ hans til kvenna um hvernig þær eigi að koma í veg fyrir að eiginmenn þeirra láti aðrar konur „trufla“ sig.
Guðsþjónustunni var streymt í beinni útsendingu á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa að sögn Fox News, BBC, The Hill og fleiri miðla.
Clark hvatti konurnar til að reyna að léttast og hafa Melania Trump sem fyrirmynd. „Ég held að konur viti ekki hversu miklu sjónræn áhrif skipta karla. Ég held að þær hafi ekki getu eða hæfileika til að skilja mikilvægi þess sjónræna fyrir karla. Ég held að konur skilji ekki hversu mikilvægt það er fyrir karlmann að vera með fagra konu upp á arminn,“ sagði hann meðal annars.
Hann varpaði einnig fram þeirri spurningu af hverju ástandi kvenna „hnigni“ eftir að þær ganga í hjónaband.
Gagnrýninni hefur rignt yfir Clark sem er sagður hafa gert lítið úr konum, mismunað kynjunum og bara almennt misboðið fólki.
Honum hefur nú verið vikið frá störfum um stundarsakir að minnsta kosti og þarf að sækja sér ráðgjöf.