fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Prestur í mótvindi – Bað konurnar í söfnuðinum um að grennast og reyna að líkjast Melania Trump

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 05:25

Stewart-Allen Clark. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski presturinn Stewart-Allen Clark er í miklum mótvindi þessa dagana eftir að hafa beðið konurnar í söfnuði sínum um að grenna sig og reyna að líkjast Melania Trump, eiginkonu Donald Trump fyrrum forseta, meira. Þetta gerði hann í guðsþjónustu á sunnudegi.

Clark er prestur í baptistakirkju í Missouri. Fyrrgreind ummæli voru hluti af „ráðum“ hans til kvenna um hvernig þær eigi að koma í veg fyrir að eiginmenn þeirra láti aðrar konur „trufla“ sig.

Guðsþjónustunni var streymt í beinni útsendingu á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa að sögn Fox NewsBBCThe Hill og fleiri miðla.

Melania Trump. Mynd/Getty

Clark hvatti konurnar til að reyna að léttast og hafa Melania Trump sem fyrirmynd. „Ég held að konur viti ekki hversu miklu sjónræn áhrif skipta karla. Ég held að þær hafi ekki getu eða hæfileika til að skilja mikilvægi þess sjónræna fyrir karla. Ég held að konur skilji ekki hversu mikilvægt það er fyrir karlmann að vera með fagra konu upp á arminn,“ sagði hann meðal annars.

Hann varpaði einnig fram þeirri spurningu af hverju ástandi kvenna „hnigni“ eftir að þær ganga í hjónaband.

Gagnrýninni hefur rignt yfir Clark sem er sagður hafa gert lítið úr konum, mismunað kynjunum og bara almennt misboðið fólki.

Honum hefur nú verið vikið frá störfum um stundarsakir að minnsta kosti og þarf að sækja sér ráðgjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum