fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Bóluefni Pfizer/BioNTech sýnir lofandi vörn gegn brasilíska afbrigði kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 06:49

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið svokallaða brasilíska afbrigði kórónuveirunnar, P.1, smitast mun auðveldar en önnur afbrigði hennar og hefur það vakið miklar áhyggjur enda allt annað en gott að veiran dreifist enn meira og hraðar en áður. Tilraunir á rannsóknarstofu með bóluefnið frá Pfizer/BioNTech hafa lofað góðu hvað varðar virkni bóluefnisins gegn brasilíska afbrigðinu.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi rannsakað blóð fólks, sem búið var að bólusetja með bóluefninu, og látið það takast á við veiru, sem var búin til á tilraunastofu, sem líkist brasilíska afbrigðinu. Var niðurstaðan góð og sýndi bóluefnið góða virkni.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í the New England Journal of Medicine. Þær geta að sögn Sky News slegið á áhyggjur fólks um að brasilíska afbrigðið sé ónæmt fyrir bóluefnum.

Vísindamenn hjá tveimur lyfjafyrirtækjum og University of Texas bjuggu til útgáfu af veirunni sem var með sömu stökkbreytingar og P.1 afbrigðið. Þetta var svo prófað á blóði úr bólusettu fólki. Mótefni í blóðinu gátu gert veiruna óvirka.

Aðrar rannsóknir hafa sýnt að bóluefnið virkar gegn hinum svokölluðu bresku og suður-afrísku afbrigðum en suður-afríska afbrigðið getur þó dregið úr þeirri vörn sem bóluefnið veitir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið