Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi rannsakað blóð fólks, sem búið var að bólusetja með bóluefninu, og látið það takast á við veiru, sem var búin til á tilraunastofu, sem líkist brasilíska afbrigðinu. Var niðurstaðan góð og sýndi bóluefnið góða virkni.
Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í the New England Journal of Medicine. Þær geta að sögn Sky News slegið á áhyggjur fólks um að brasilíska afbrigðið sé ónæmt fyrir bóluefnum.
Vísindamenn hjá tveimur lyfjafyrirtækjum og University of Texas bjuggu til útgáfu af veirunni sem var með sömu stökkbreytingar og P.1 afbrigðið. Þetta var svo prófað á blóði úr bólusettu fólki. Mótefni í blóðinu gátu gert veiruna óvirka.
Aðrar rannsóknir hafa sýnt að bóluefnið virkar gegn hinum svokölluðu bresku og suður-afrísku afbrigðum en suður-afríska afbrigðið getur þó dregið úr þeirri vörn sem bóluefnið veitir.