fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Vara við stórri árás tölvuþrjóta – „Þetta er tifandi sprengja“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. mars 2021 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er yfirstandandi ógn. Allir, sem nota þessa netþjóna, ríkisstjórnin, einkageirinn og háskólasamfélagið verða að bregðast við núna til að stoppa í götin,“ sagði Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, um stóra alþjóðlega árás tölvuþrjóta sem hefur staðið yfir í tvo mánuði. Hún nær til alls heimsins.

CNN skýrir frá þessu. Tækniritið Wired segir að það sé tölvuþrjótahópurinn Hafnium, sem er kínverskur, sem standi á bak við árásina. Hún er talin hafa hafist þann 6. janúar síðastliðinn en það var ekki fyrr en í síðustu viku sem tölvuöryggisfyrirtæki um allan heim áttuðu sig á henni. Volexity var fyrst til að átta sig á málinu.

Steven Adair, stofnandi Volexity, sagði í samtali við Wired að með þeirri aðferð sem þrjótarnir nota geti þeir hugsanlega hafa opnað leynda aðganga að tölvum einkaaðila sem og opinberra aðila. Þeir geti síðan notað sér þessa aðganga. „Þetta er tifandi sprengja sem getur verið notuð hvenær sem er,“ sagði hann.

Bente Hoff, yfirmaður tölvuöryggismiðstöðvar Noregs, sagði í samtali við Dagbladet að staðan sé mjög alvarleg og geti haft alvarlegar afleiðingar. Nú þegar hafi sést dæmi í Noregi um að þessi veikleiki hafi verið notaður. Eins og staðan sé nú sé talið að þrjótarnir hafi takmarkaða möguleika til að nota þennan aðgang en málin þróist hratt.

Wired hefur eftir heimildarmanni að  mörg hundruð þúsund tölvur um allan heim séu „sýktar“. Í Bandaríkjunum einum eru þær taldar vera um 30.000.

Talið er að lítil fyrirtæki séu aðalskotmark þrjótanna. Aðferðin sem þeir nota byggist á að þeir hafa komist inn í tölvur og tölvukerfi í gengum hugbúnað MicrosoftExchange, sem er hugbúnaðurinn á bak við Outlook tölvupóstkerfið sem margir nota. Þrjótarnir skildu „dyr“ eftir hálfopnar og inn um þær komast þeir inn í tölvurnar til að stela gögnum.

Bandarísk alríkisyfirvöld nota Exchange og því geta þrjótarnir hafa komist í viðkvæmar upplýsingar sem eiga helst ekki að koma fyrir almannasjónir. Notendur Exchange eru því hvattir til að sækja nýjustu uppfærslu forritsins til að loka á þrjótana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?