fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Eitt mikilvægasta sönnunargagnið í máli Anne-Elisabeth Hagen – Sérfræðingar eru nokkuð vissir í sinni sök

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. mars 2021 05:30

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt mikilvægasta sönnunargagnið í máli Anne-Elisabeth Hagen, sem hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018, er hótunarbréf sem var skilið eftir í húsinu. Það er skrifað á lélegri norsku með enskum slettum. Sérfræðingar eru vissir í sinni sök hvað varðar bréfið og bréfritarann.

Bréfið fannst á heimili Hagen-hjónanna að Sloraveien 4 eftir að Anne-Elisabeth hvarf. Það er eitt mikilvægasta gagnið í málinu og hefur verið rannsakað ítarlega af sérfræðingum lögreglunnar og sérfræðingum sem hafa verið kallaðir henni til aðstoðar. Bréfið var í umslagi sem fannst inni í húsinu og það var Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, sem afhenti lögreglunni það. Rétt er að hafa í huga að hann hefur stöðu grunaðs í málinu en lögreglan telur að hann hafi komið að hvarfi og væntanlegu morði á Anne-Elisabeth á einn eða annan hátt.

Eftir hvarf Anne-Elisabeth hafa Tom borist margir tölvupóstar frá sendanda sem segist hafa numið hana á brott. Í sjálfu bréfinu, sem er fimm blaðsíður, eru settar fram nákvæmar kröfur um skilyrðin fyrir því að Anne-Elisabeth verði sleppt og skýrt er frá því hvað bíði hennar ef Tom hefur samband við lögregluna eða fjölmiðla.

Í upphafi rannsóknarinnar taldi lögreglan ekki útilokað að erlendir glæpamenn stæðu á bak við hvarfið en það hefur nú breyst. Norska ríkisútvarpið segir að síðasta haust hafi lögreglan fengið nýja málvísindamenn til liðs við sig til að rannsaka bréfið. Sérfræðingarnir skiluðu skýrslu til lögreglunnar í febrúar um niðurstöður rannsóknarinnar og er niðurstaða þeirra að bréfið sá mjög líklega skrifað af einum eða fleiri sem eru með norsku sem móðurmál sagði talsmaður lögreglunnar en vildi ekki skýra frekar frá rannsókninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?