fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Bóluefni frá AstraZeneca hrúgast upp í Frakklandi og Þýskalandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. mars 2021 22:00

Rannsóknarstofur AstraZeneca í Lundi í Svíþjóð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Frakklandi og Þýskalandi veigra margir sér við að láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Bóluefnið, sem var þróað af vísindamönnum við Oxfordháskóla, veitir minni vernd gegn veirunni en bóluefnin frá BioNTech og Moderna. Að auki létu stjórnmálamenn í báðum löndum ófögur orð falla um AstraZeneca þegar deilur ESB og fyrirtækisins um afhendingu bóluefna stóðu sem hæst.

Þetta virðist hafa orðið til þess að margir vilja ekki láta bólusetja sig með bóluefninu frá AstraZeneca. Frakkar ákváðu nýlega að fólk eldra en 65 ára verði bólusett með bóluefninu sem er breyting frá því áður því ekki var talið að efnið veitti eldra fólki nægilega góða vernd. En tölur frá Bretlandi, þar sem bóluefnið hefur verið mikið notað, sýna að það veitir eldra fólki góða vernd gegn veirunni.

Mörgum, sem hefur verið boðið bóluefnið frá AstraZeneca, finnst sem þeim hafi verið boðið annars flokks bóluefni og vilja ekki þiggja það. Það gerðist til dæmis í Berlín í síðustu viku þegar lögreglunni í borginni voru boðnir 24.000 skammtar af ónotuðu bóluefni frá AstraZeneca. Þrátt fyrir að lögreglan hefði lengi kallað eftir bóluefnum fyrir lögreglumenn þá var þessu boði ekki tekið fagnandi. „Þar sem enginn annar vill bóluefnið frá AstraZeneca þá segja þeir skyndilega að við getum fengið það. Það er skiljanlegt að mörgum starfsbræðra minna finnist þeir sviknir. Sumir segjast ætla að láta bólusetja sig með því strax en aðrir eru ekki vissir í sinni sök,“ sagði Benjamin Jendro, talsmaður Berlínarlögreglunnar.

The Guardian segir að í Duisburg hafi þurft að aflýsa 50 til 70% af fyrirhuguðum bólusetningum því fólk vilji ekki bóluefnið frá AstraZeneca. Margir Þjóðverjar vilja helst fá bóluefnið frá Pfizer/BioNTech en það var þróað í Þýskalandi.

„Persónulega hef ég ekki mikla samúð með þeim sem vilja ekki nota ákveðin bóluefni. Þetta er vandamál ríku landanna þegar maður hugsar um alla þá sem bíða eftir bólusetningu eða um þá sem búa í löndum sem fá kannski ekki neitt bóluefni á þessu ári,“ sagði Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, að sögn New York Times.

Talsmenn Robert Koch stofnunarinnar í Þýskalandi segja að tveimur vikum eftir að Þjóðverjar fengu 1,45 milljónir skammta af bóluefninu frá AstraZeneca hafi aðeins verið búið að nota tæplega 271.000 skammta.

Þjóðverjar glíma einnig við vantrú fólks á bóluefnin almennt, óháð frá hvaða framleiðanda þau eru. Í nýrri könnun kom fram að þriðjungir vill ekki láta bólusetja sig gegn veirunni, óháð því hvaða bóluefni eru í boði.

Frakkar glíma við sama vanda og Þjóðverjar. Þegar blaðamenn spurðu Emmanuel Macron, forseta, hvort hann telji bóluefnið frá AstraZeneca vera öruggt sagði hann að hann myndi sjálfur láta bólusetja sig með því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular
Pressan
Í gær

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð