fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Stefna súkkulaðiframleiðendum fyrir barnaþrælkun

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. mars 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju ári eru milljónir tonna af kakóbaunum framleiddar víða um heiminn. Þær eru síðan meðal annars notaðar til að framleiða súkkulaði en fæstir hugleiða örugglega hvernig súkkulaði er framleitt og hugsanlegar skuggahliðar framleiðslunnar þegar þeir bíta í ljúffengt súkkulaði.

Nú hafa átta karlmenn frá Malí stefnt nokkrum af stærstu súkkulaðiframleiðendum heims fyrir rétt og saka þá um barnaþrælkun og þrælahald á kakóplantekrum á Fílabeinsströndinni. Mennirnir segja að þeir hafi verið seldir til Fílabeinsstrandarinnar á barnsaldri og neyddir til að vinna fyrir stóru súkkulaðiframleiðendurna án þess að fá laun.

Það eru mannréttindasamtökin International Rights Advocates (IRA) sem höfða málið fyrir hönd áttmenninganna. Meðal þeirra fyrirtækja sem er stefnt fyrir dóm eru Nestlé, Mars og Hershey.

„Nú er nóg komið. Að heimila þrælahald afrískra barna árið 2021 við að safna kakóbaunum fyrir stór alþjóðleg fyrirtæki er óviðeigandi og verður að stöðva,“ segir í fréttatilkynningu frá Terry Collingsworth, forstjóra IRA.

The Guardian segir að þetta sé í fyrsta sinn sem mál af þessu tagi gegn kakóiðnaðinum er tekið fyrir hjá bandarískum dómstól.

Það er ekki nýtt að börn séu látin vinna í kakóiðnaðinum í Vestur-Afríku en kakóframleiðsla hefur lengi verið tengd við mannréttindabrot, fátækt, lág laun og barnaþrælkun.

Í skýrslu sem ástralski háskólinn Macquarie sendi frá sér í desember kemur fram að rúmlega tvær milljónir barna, yngri en 15 ára, vinni í kakóiðnaðinum á Fílabeinsströndinni og í Gana. Sum þeirra hafa verið seld þangað frá nágrannalöndunum Búrkína Fasó og Malí. Þau eru látin vinna langan vinnudag við hættulegar aðstæður segir í skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til