fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Ítölsk mafía hefur komið sér vel fyrir í Þýskalandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. mars 2021 16:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska mafían Ndrangheta hefur komið sér svo vel fyrir í Þýskalandi að hún hefur sett svokallað „gengjaráð“ á laggirnar. Ndrangheta er talin vera stærsta og valdamesta mafían á Ítalíu og er að auki talin meðal hættulegustu skipulögðu glæpasamtaka heims.

Ndrangheta er ekki nýbúin að koma sér fyrir á Ítalíu en segja má að ljós hafi runnið upp fyrir Þjóðverjum um tilvist hennar árið 2007. Þá voru sex menn skotnir til bana fyrir utan ítalska veitingastaðinn Da Bruno í Duisburg. Allir voru þeir skotnir í höfuðið. Lögreglan fann 55 skothylki á vettvangi. Saksóknari sagði að árásin hafi verið skipulögð eins og hernaðaraðgerð.

Fórnarlömbin, það yngsta 16 ára, og morðingjarnir komu frá San Luca í suðurhluta Ítalíu, þar ræður Ndrangheta ríkjum. Skömmu áður hafði kona, sem tilheyrði einni ætt mafíunnar, verið skotin til bana fyrir mistök. Það var maðurinn hennar sem átti að drepa. Morðin í Duisburg voru hefnd fyrir það.

Eftir þetta setti mafían á laggirnar sérstakt ráð sem hefur það mikilvæga hlutverk að tryggja að hinar ýmsu ættir eða greinar mafíunnar lendi ekki í átökum sín á milli, að minnsta kosti ekki opinberlega. Þetta er gert til að umheimurinn fái ekki veður af starfseminni. Það er aðeins á Ítalíu og í Þýskalandi sem mafían hefur komið svona ráði á laggirnar. Frankfurter Allgemeine Zeitung segir að þetta sýni vel hversu skipulögð mafían er í Þýskalandi. Lögreglan segir að minnst níu sitji í ráðinu og að það fundi að minnsta kosti einu sinni á ári. Formaðurinn er útnefndur af valdamestu fulltrúum mafíunnar í Þýskalandi.

Þýsk yfirvöld telja að um 20 hópar frá Ndrangheta starfi í Þýskalandi. Flestir í vestur- og suðurhluta landsins. Mafíumeðlimir hafa einnig fjárfest af krafti i veitingastöðum, ísbúðum og fasteignum í mörgum stórum borgum í fyrrum Austur-Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum