Alþjóða Ólympíunefndin hefur nú ákveðið að leikarnir fari fram í sumar og verða þeir settir þann 23. júlí.
Þann 25. mars verður Ólympíueldurinn því sendur af stað í hefðbundna ferð sína fyrir setningu leikanna. Að þessu sinni munu 10.000 kyndilberar bera eldinn en hann fer af stað frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem eyðilagðist í mikilli flóðbylgju fyrir nokkrum árum, og næstu 112 daga fer hann um 859 bæi, borgir og sögulega staði áður en hann verður borinn inn á Ólympíuleikvanginn í Tókýó. Eldurinn kom til Japan 20. mars á síðasta ári eftir að hafa verið tendraður í Grikklandi eins og venjulega. Fjórum dögum síðar var ákveðið að fresta leikunum þar til á þessu ári.
Japanar hafa verið beðnir um að halda sig heima við í ár þegar Ólympíueldurinn fer um heimabyggðir þeirra og sleppa því að safnast saman með fram leið hans. Ef þetta verður ekki virt verður ferðalagið hugsanlega stöðvað.