Sky News skýrir frá þessu. Hákarlarnir fundust við Nýja-Sjáland í janúar á síðasta ári. Það var kannski ekki beint um nýja uppgötvun að ræða því vitað var um tilvist þessara tegunda en ekki var vitað að þeir gætu lýst í myrkri. Á ensku heita tegundirnar kitefin shark, blackbelly lanternshark og southern lanternshark.
Kitefin er stærsta sjávardýrið sem getur lýst sig upp. Tegundin er venjulega á 300 metra dýpi og lifir á litlum hákörlum, fiski og krabbadýrum.
Önnur sjávardýr, þar á meðal marglyttur og smokkfiskar, geta gefið frá sér ljós. Vísindamennirnir telja að þessi hæfileiki hákarlanna hjálpi þeim við að leynast fyrir rándýrum og öðrum ógnum.