Lögreglunni tókst ekki að leysa málið á sínum tíma en 1995 var það tekið til rannsóknar á nýjan leik. Þá var var teppi, sem fannst á morðvettvanginum, rannsakað betur og fannst DNA á því. Það reyndist vera úr einhverjum öðrum en Sylvia.
Árið 2000 var prófíll unninn út frá þessu DNA og líktist prófíllinn að sögn lögreglunnar morðingjanum. Síðan gerðist ekki neitt markvert fyrr en á þessu ári. Þá fékk lögreglan veður af David Dwayne Anderson, 62 ára, sem lögreglan taldi hugsanlega tengjast morðinu. Lögreglumenn fóru að heimili hans í Nebraska og tóku tvo ruslapoka úr ruslatunnunni hans. Í öðrum þeirra var gosdrykkjardós. Á henni fannst DNA sem passaði við það sem fannst 1995. Anderson var því handtekinn þann 10. febrúar síðastliðinn. Hann hefur nú verið ákærður fyrir morð og á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.