fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Sylvia var myrt fyrir 40 árum – Gosdós kom upp um morðingjann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. mars 2021 05:14

Sylvia Quayle. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst 1981 var Sylvia Quayle, 35 ára bandarísk kona, myrt á hrottalegan hátt. Það var faðir hennar sem fann afklætt lík hennar daginn eftir morðið. Sylviu hafði verið nauðgað, kyrkt, stungin og síðan skotin í höfuðið.

Lögreglunni tókst ekki að leysa málið á sínum tíma en 1995 var það tekið til rannsóknar á nýjan leik. Þá var var teppi, sem fannst á morðvettvanginum, rannsakað betur og fannst DNA á því. Það reyndist vera úr einhverjum öðrum en Sylvia.

Árið 2000 var prófíll unninn út frá þessu DNA og líktist prófíllinn að sögn lögreglunnar morðingjanum. Síðan gerðist ekki neitt markvert fyrr en á þessu ári. Þá fékk lögreglan veður af David Dwayne Anderson, 62 ára, sem lögreglan taldi hugsanlega tengjast morðinu. Lögreglumenn fóru að heimili hans í Nebraska og tóku tvo ruslapoka úr ruslatunnunni hans. Í öðrum þeirra var gosdrykkjardós. Á henni fannst DNA sem passaði við það sem fannst 1995. Anderson var því handtekinn þann 10. febrúar síðastliðinn. Hann hefur nú verið ákærður fyrir morð og á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.

Sylvia Quayle. Mynd:Lögreglan

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“