fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Segja að eitthvað álíka hafi ekki sést síðan Karl prins og Díana prinsessa áttu í deilum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. mars 2021 05:41

Elísabet drottning, Meghan og Harry á meðan allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu dagar hafa verið óvenjulega líflegir í kringum bresku konungsfjölskylduna eftir að hjónin Harry prins og Meghan hertogaynja ákváðu að takast á við konungsfjölskylduna með því að mæta í mjög opinskátt viðtal hjá Oprah Winfrey. Viðtalið verður ekki sýnt fyrr en á sunnudaginn en samt sem áður nötrar allt og skelfur innan bresku konungsfjölskyldunnar að sögn breskra fjölmiðla og þeirra sem telja sig sérfræðinga í málefnum hennar.

Í þeim brotum, sem sýnd hafa verið úr viðtalinu, er greinilegt að Meghan er í uppnámi þegar hún ásakar bresku hirðina um að hafa vísvitandi haldið úti lygum um hana.

Bréf sem birtist í The Times hefur einnig vakið mikla athygli en í því saka margir starfsmenn hirðarinnar, bæði núverandi og fyrrverandi, Meghan um að hafa komið illa fram við þá þegar þeir störfuðu fyrir hana. Tímasetning bréfsins vekur auðvitað mikla athygli og því hefur verið varpað fram að það hafi verið birt núna vegna viðtalsins hjá Oprah til að reyna að styrkja stöðu konungsfjölskyldunnar.

Meghan hefur sagt fjölmiðlum að hún kannist ekki við það sem kemur fram í bréfinu en hirðin hefur gengið skrefinu lengra og ákveðið hefur verið að rannsaka þessar ásakanir á hendur Meghan.

Sérfræðingar segja mjög óvenjulegt að konungsfjölskyldan beri mál sín svona á torg fyrir almenning og slíkt hafi ekki sést síðan Karl prins og Díana prinsessa, foreldrar Harry, voru iðin við að skýra frá ýmsu um hvort annað þegar þau voru að skilja.

Skilnaður þeirra tengist síðan máli Harry og Meghan því Harry ræðir mál móður sinnar í viðtalinu og segir að það hafi verið óttinn við að hann og Meghan myndu enda eins og móðir hans sem varð til þess að hann ákvað að draga sig í hlé frá konungsfjölskyldunni vegna þeirrar athygli og ónæðis sem þau urðu sífellt fyrir af hálfu fjölmiðla. Díana lést 1997 þegar hún reyndi að flýja undan ágengum ljósmyndurum. Með þessu fer Harry inn á mál sem hefur verið viðkvæmt hjá konungsfjölskyldunni en samband fjölskyldunnar við Díönu var ekki upp á það besta eftir skilnaðinn.

Að mati sérfræðinga þá er það versta sem getur gerst í viðtalinu að Harry og Meghan gagnrýni ákveðna einstaklinga innan konungsfjölskyldunnar eða starfsfólk hirðarinnar. Þá sé um að ræða opinbert stríð innan fjölskyldunnar og það vilji konungsfjölskyldan mjög gjarnan vera laus við.

Hér má sjá stutt brot úr viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti