fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Ítalir stöðvuðu bóluefnasendingu frá AstraZeneca sem átti að fara til Ástralíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. mars 2021 05:56

Frá starfsstöð AstraZeneca í Ástralíu. Mynd: EPA-EFE/DAN HIMBRECHTS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítölsk yfirvöld stöðvuðu í gær sendingu á 250.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni til Ástralíu. Þetta var gert með samþykki Evrópusambandsins. Ástæðan fyrir þessu er að AstraZeneca hefur að mati ESB ekki staðið við afhendingu á því magni bóluefnis sem búið var að semja um.

Í janúar kom ESB upp kerfi sem gerir aðildarríkjunum kleift að fylgjast með dreifingu bóluefna í öllum aðildarríkjunum og um leið var opnað fyrir möguleikann á að ESB geti stöðvað sendingar á bóluefnum út úr sambandinu.

Sendingin til Ástralíu var stöðvuðuð vegna „viðvarandi skorts á bóluefnum í Evrópu og á Ítalíu og töfum á afhendingum til ESB og Ítalíu,“ segir í yfirlýsingu frá ítalska utanríkisráðuneytinu. Önnur ástæða fyrir aðgerðinni er að hlutfallslega er lítið um kórónuveirusmit í Ástralíu og því er landið ekki talið í „viðkvæmri“ stöðu hvað varðar heimsfaraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular
Pressan
Í gær

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð