Í janúar kom ESB upp kerfi sem gerir aðildarríkjunum kleift að fylgjast með dreifingu bóluefna í öllum aðildarríkjunum og um leið var opnað fyrir möguleikann á að ESB geti stöðvað sendingar á bóluefnum út úr sambandinu.
Sendingin til Ástralíu var stöðvuðuð vegna „viðvarandi skorts á bóluefnum í Evrópu og á Ítalíu og töfum á afhendingum til ESB og Ítalíu,“ segir í yfirlýsingu frá ítalska utanríkisráðuneytinu. Önnur ástæða fyrir aðgerðinni er að hlutfallslega er lítið um kórónuveirusmit í Ástralíu og því er landið ekki talið í „viðkvæmri“ stöðu hvað varðar heimsfaraldurinn.