fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Pressan

Norður-Kórea er nú algjörlega lokuð fyrir umheiminum – Stjórnarerindrekar þurftu að nota handafl til að komast úr landi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 20:30

Hér eru þau að koma að rússnesku landamærunum. Mynd:Rússneska utanríkisráðuneytið/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-Kórea er að öllu jöfnu nær algjörlega lokað land enda mikilvægt að halda þjóðinni frá því að eiga samskipti við fólk af öðru þjóðerni svo hún sjái ekki hversu slæmt ástandið er í heimalandinu og fari í framhaldinu að véfengja umboð einræðisstjórnarinnar til að stýra landinu. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur landinu verið lokað enn frekar og er það nú að segja má algjörlega lokað. Þessu fengu rússneskir stjórnarerindrekar og fjölskyldur þeirra að kenna á í síðustu viku þegar fólkið ætlaði heim til Rússlands.

Við venjulegar aðstæður hefði fólkið farið með lest yfir til Rússlands en lestarsamgöngur liggja niðri vegna heimsfaraldursins. Fólkið þurfti því að leggja á sig 32 klukkustunda ferðalag eftir því sem segir á Facebooksíðu rússneska utanríkisráðuneytisins. „Við urðum að fara langa og erfiða leið heim. Fyrst 32 klukkustundir með lest, síðan tvær klukkustundir í rútu til landamæranna,“ segir í færslunni.

Þegar að landamærunum voru ekki fleiri hestöfl í boði til að flytja fólkið og varð því að fara síðasta spölinn yfir landamærin á járnbrautarvagni sem ekki var vélknúinn. Þetta var eins kílómetra leið og var það Vladislav Sorokin, sendiráðsritari, sem var svo „heppinn“ að fá að ýta vagninum áfram. Á honum var síðan samferðafólk hans og farangur. Sorokin fékk þetta verkefni þar sem hann var eini karlmaðurinn í hópnum en konurnar aðstoðuðu hann auðvitað á erfiðustu köflunum.

Leið hópsins lá yfir Tumenána og síðan yfir landamærin þar sem samlandar fólksins tóku á móti þeim. Sorokin hefur væntanlega verið hvíldinni feginn þegar hann komst til Rússlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Í gær

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi