fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Gríðarleg orkunotkun við gröft eftir bitcoin – Næstum jafn mikil rafmagnsnotkun og heildarnotkun Svía

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 19:30

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki nóg með að verðmæti rafmyntarinnar bitcoin hafi rokið upp síðustu mánuði og nái sífellt nýjum hæðum því samtímis eykst rafmagnsnotkunin í tengslum við gröft eftir þessari eftirsóttu rafmynt. Nú er svo komið að rafmagnsnotkunin í tengslum við þennan gröft, eða leit, á heimsvísu er álíka mikil og heildarrafmagnsnotkun Svía.

Þegar grafið er eftir bitcoin eru það tölvur sem eru að verki. Þær leysa flókna algóritma við þessa leit en það krefst mjög mikillar orku. Töluverður gröftur af þessu tagi fer fram hér á landi með tilheyrandi rafmagnsnotkun.

Samkvæmt tölum frá Cambridge Bitcoin Electricity Consumption Index þá fara 129 teravattstundir í að grafa eftir bitcoin á einu ári. Það eru 0,6% af heildarrafmagnsnotkun heimsins. Til samanburðar má geta þess að heildarraforkunotkunin hér á landi 2019 var 19,5 teravattstundir.

Ef notkunin, í tengslum við gröft eftir bitcoin, eykst örlítið meira þá verður hún orðin meiri en heildarnotkun Svíþjóðar. Nú þegar er hún meiri en heildarnotkunin á Írlandi.

Bitcoinkerfið byggist á því að einstaklingar eða fyrirtæki leggja tölvur til, til að hægt sé að samþykkja bitcoinfærslur. Í staðinn fá viðkomandi ný bitcoin. Eftir því sem verðmæti bitcoin hefur aukist hafa sífellt fleiri viljað taka þátt í þessu og  má þar nefna að byggð hafa verið sérstök „bitcoin-ver“ þar sem mörg þúsund tölvur eru og gera ekkert annað en að grafa eftir bitcoin. Slík „bitcoin-ver“ eða „orkuver“ eru einmitt starfrækt hér á landi.

En það er víðar en á Íslandi sem er grafið eftir bitcoin. Til dæmis í Kína, Bandaríkjunum, Rússlandi, Kanada, Íran og Kasakstan eru stór „bitcoin-ver“ sem þurfa mikið rafmagn. Þar er stór hluti af rafmagninu framleiddur með jarðefnaeldsneyti svo umhverfisvænt getur þetta ekki talist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“