fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Metfjöldi dauðsfalla í Brasilíu í gær

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 07:45

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilísk sjúkrahús eru við það að láta undan því mikla álagi sem ný bylgja af kórónuveirunni veldur. Í gær var enn eitt dapurlegt metið slegið hvað varðar fjölda látinna en þá lést 1.641 af völdum COVID-19 í landinu. Fyrra met var síðan í júlí þegar 1.595 létust á einum sólarhring.

Fjöldi nýrra smita er við að ná nýjum hæðum í landinu og sjúkrahúsin eru við það að láta undan álaginu sem heimsfaraldurinn veldur. Samkvæmt opinberum tölum hafa 257.000 manns látist af völdum COVID-19. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist, rúmlega 500.000. Rúmlega 10,6 milljónir hafa smitast af veirunni í Brasilíu. Í gær voru 59.925 smit staðfest. Tæplega 210 milljónir búa í landinu.

Brasilískir ríkisstjórar tilkynntu í gær að þeir ætli að taka saman höndum um kaup á bóluefnum gegn kórónuveirunni og fara þar með fram hjá alríkisstjórninni sem ríkisstjórarnir telja að hafa brugðist allt of seint við og sé of lengi að hrinda bólusetningaáætlun sinni í framkvæmd.

Bólusetningar hófust um miðjan janúar en hraði þeirra er langt frá því að vera nægilegur til að hægt verði að uppfylla loforð ríkisstjórnarinnar um að allir verði bólusettir fyrir árslok.

Í síðustu viku voru sóttvarnaráðstafanir hertar í mörgum bæjum og ríkjum til að reyna að draga úr álaginu á heilbrigðiskerfið.

Í grein, sem vísindamenn og læknar birtu í The Wall Street Journal, í gær vara þeir við nýju og ágengu afbrigði veirunnar en það á rætur að rekja til Amazon. Þeir telja að afbrigðið, sem nefnist P.1, eigi sök á þeirri miklu aukningu dauðsfalla sem hefur orðið víða í Suður-Ameríku og því að fleira ungt fólk smitast nú af veirunni. P.1 er á milli 1,4 til 2,2 sinnum meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar sem hafa fundist í Brasilíu. P.1 er að auki 25 til 61% líklegra til að smita fólk sem hefur áður verið smitað af öðru afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn The Wall Street Journal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn