Þetta sagði Michael Ryan, yfirmaður neyðardeildar WHO, á fréttamannafundi í gær að sögn The Guardian. Hann sagði að bólusetning viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólk hafi í för með sér að betri stjórn hafi náðst á faraldrinum en að hann muni setja mark sitt á heimsbyggðina á næsta ári. „Það er allt of snemmt og ég tel óraunhæft að vonast til að við höfum sigrað þessa veiru í árslok,“ sagði hann.
Hann sagði að ef bólusetningar fari að hafa áhrif á dánartíðni og innlagnir á sjúkrahús og útbreiðslu veirunnar þá telji hann að heimsbyggðin muni hratt færast í átt að því að hafa fullkomna stjórn á faraldrinum.
Smitum hefur fjölgað á heimsvísu að undanförnu eftir fækkun í tæplega tvo mánuði að sögn The Guardian. WHO skiptir heiminum upp í sex svæði og á þremur þeirra hefur smitum farið fjölgandi að undanförnu, það er í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Suðaustur-asíu og Miðausturlöndum.
„Þetta eru vonbrigði en ekki óvænt,“ sagði Tedros Adhanom, aðalritari WHO.