fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Pressan

Óttast að fjórða bylgja heimsfaraldursins muni skella á Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 06:50

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin, CDC, óttast að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins geti skollið á Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir þessum áhyggjum er útbreiðsla nýrra afbrigða veirunnar.

BBC skýrir frá þessu og hefur eftir Rochelle Walensky, forstjóra CDC. Hún sagðist hafa áhyggjur af nýjustu tölum um smit í landinu en í síðustu viku voru staðfest smit um 70.000 á sólarhring. Tæplega 2.000 létust að meðaltali á hverjum sólarhring af völdum COVID-19. „Með þessum fjölda nýrra smita, sem geta dreift sér, getum við hratt glatað þeim árangri sem við höfum náð. Þessi afbrigði eru raunveruleg ógn við fólk og árangur okkar,“ sagði hún.

Mörg afbrigði veirunnar eru á sveimi en sérfræðingar hafa sérstaklega miklar áhyggjur af nokkrum. Það eru afbrigði sem fyrst uppgötvuðust í Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. Öll eru þau talin vera meira smitandi en önnur afbrigði.

Rochelle Walensky. Mynd:Getty

CDC hefur spáð því að B117 afbrigðið, sem fannst fyrst í Bretlandi, verði ráðandi í Bandaríkjunum nú í febrúar. Af þessum sökum hefur Walensky áhyggjur af að sum ríki eru farin að draga úr sóttvarnaaðgerðum. „Við erum með getuna til að stöðva hugsanlega fjórðu bylgju faraldursins í landinu. Við verðum að trúa á það,“ sagði hún að sögn BBC.

Frá upphafi faraldursins hafa rúmlega 28 milljónir Bandaríkjamanna greinst með veiruna og rúmlega hálf milljón hefur látist.

Bólusetningar gegn veirunni hófust í desember og nú hafa rúmlega 50 milljónir Bandaríkjamanna fengið fyrri skammt bóluefnis og af þeim hefur helmingurinn fengið síðari skammtinn og hefur því lokið bólusetningu.

76 milljónum skammta hefur verið dreift um landið svo enn er mikið magn ónotaðra skammta víða um landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu