Fjölskyldan býr í Arizona og keyptu foreldrarnir bangsann í bænum El Mirage. Um Glo Worm bangsa er að ræða. Þegar þau komu heim og ætluðu að þvo bangsann uppgötvuðu þau að hann var fullur af fíkniefnum. Inni í bangsanum var poki með um 5.000 töflum af hinu hættulega efni fentanýli. NBC News skýrir frá þessu.
Fentanýl er mjög sterkt ópíóíðalyf, skylt heróíni, og er notað við verkjameðferð sjúklinga með króníska verki. Það er einnig mjög vinsælt meðal fíkniefnaneytenda.
Foreldrarnir tilkynntu lögreglunni strax um málið og lagði lögreglan hald á töflurnar. Lögreglan í Phoenix sendi í kjölfarið frá sér aðvörun til foreldra um að skoða notuð leikföng vel áður en börnin fá þau.
„Ég er mjög ánægð með að foreldrarnir brugðust skjótt við og hringdu í lögregluna. Hver einasta af þessum töflum getur drepið tvo,“ sagði Mercedes Fortune, talskona lögreglunnar, í samtali við CNN.
Parents purchased a glow worm at a thrift store in El Mirage for their daughter and found a sandwich bag with over 5,000 pills believed to be fentanyl inside. They called #phoenixpolice and gave the dangerous drugs to officers. Remember to inspect all opened and used items. pic.twitter.com/hRLEuZpXfS
— Phoenix Police (@PhoenixPolice) February 21, 2021