fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Risastór ísjaki brotnaði frá íshellunni á Suðurskautslandinu – Er stærri en New York

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. mars 2021 20:35

Frá Suðurskautinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn brotnaði risastór ísjaki frá Brunt íshellunni á Suðurskautslandinu, ekki fjarri breskri rannsóknarstöð. Ísjakinn er 1.270 ferkílómetrar að stærð og þar með stærri en New York borg.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá British Antarctic Survey (BAS). BAS rekur Halley rannsóknarstöðina á Brunt íshellunni en hún er lokuð yfir veturinn og yfirgaf 12 manna starfslið hennar hana um miðjan febrúar.

Vísindamenn hafa átt von á því að risastór ísjaki myndi brotna frá íshellunni í nokkur ár því sprunga hafði myndast í 150 metra þykka íshelluna að sögn BAS. Ný sprunga byrjaði að myndast og færast í átt að gömlu sprungunni í nóvember og í janúar lengdist hún um einn kílómetra á dag. Á föstudaginn víkkaði sprungan síðan um nokkur hundruð metra og þá losnaði ísjakinn frá íshellunni.

BAS flutti rannsóknarstöð sína lengra inn á land fyrir fjórum árum í varúðarskyni og þar hefur aðeins verið starfsemi á sumrin frá 2017 því erfitt er að rýma stöðina á dimmum vetri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú