fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 20:00

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um 42.000 árum skiptu segulpólar jarðarinnar um stað. Það varð til þess að segulsvið jarðarinnar varð óvirkt um hríð. Þetta gæti hafa valdið því að ákveðnar breytingar urðu á umhverfinu, sólstormum og útdauða Neanderdalsmanna.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. CNN skýrir frá þessu.

Segulsvið jarðarinnar verndar okkur gegn sólvindum, sem samanstanda af hlöðnum rafögnum og geislum, sem koma frá sólinni. En segulsviðið er ekki stöðugt hvað varðar styrkleika og stefnu og geta segulpólarnir skipt um stað.

Fyrir um 42.000 árum átti svokallaður Laschamp Excursion atburður sér stað en þá skiptu pólarnir um stað í um 800 ár og fóru síðan aftur á sinn gamla stað. Vísindamenn hafa fram að þessu ekki getað sagt til með fullri vissu hvaða áhrif þetta hafði.

Nú segir hópur vísindamanna frá Sydney‘s University of New South Wales og frá The South Australian Museum að pólskiptin samhliða sólvindum gæti hafa hrundið af stað miklum breytingum á náttúrunni, loftslagsbreytingum, sem leiddu til fjöldaútdauða. Vísindamennirnir rannsökuðu árhringi fornra kauri trjáa sem fundust á Nýja-Sjálandi. Þau höfðu varðveist í jarðlögum í rúmlega 40.000 ár. Með þessu gátu þeir búið til yfirlit yfir breytingar á loftslaginu.

Þeir komust að því að pólskiptin hafi orsakað loftslagsbreytingar. Jöklar og ísbreiður breiddu úr sér í Norður-Ameríku og breytingar á helstu vindabeltum og hitabeltisstormakerfum tengdust einnig pólskiptunum. Segulsvið jarðar hvarf einnig og í kjölfarið dundu agnir utan úr geimnum á jörðinni. Vísindamennirnir segja að þessi atburðir geti skýrt margar af ráðgátunum varðandi þróun lífs hér á jörðinni, þar á meðal útdauða Neanderdalsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur