Í El Salvador, Gvatemala, Hondúras og Níkaragva hafa næstum átta milljónir manna glímt reglulega við hungur á þessu ári. Þetta eru fjórfalt fleiri en 2018.
Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreindi á síðasta ári hungur sem tímabil þar sem fólk býr við alvarlegan skort á mat. Það er að segja að það geta liðið dagar á milli þess sem það fær mat eða aðrar nauðsynjar.
Ástæðan fyrir fjölgun í hópnum má rekja til blöndu af atvinnuleysi í heimsfaraldrinum, efnahagslegra þrenginga og náttúruhamfara.
Auk Miðameríkuríkjanna er talið að í framtíðinni geti svipuð staða komið upp í Bandaríkjunum og Mexíkó.