Björn Öberg, talsmaður lögreglunnar, sagði í samtali við Aftonbladet að björgunarmenn hafi séð fjóra menn í vatninu og hafi dregið þá alla upp um vakir. Allir voru síðan úrskurðaðir látnir. „Við vitum ekki af hverju þeir voru þarna eða hvort þeir voru saman,“ sagði Camilla Larsson, varðstjóri hjá lögreglunni.
Mennirnir voru á aldrinum 65 til 75 ára. „Það er ljóst að hér er um slys að ræða. Við höfum engan grun um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. En við vitum ekki mikið annað um það sem gerðist eða kringumstæðurnar,“ sagði Larsson.