Þýsk tollyfirvöld skýrðu frá þessu í gær. Segja þau að ef kókaínið hefði komist í umferð hefði söluverðmæti þess hlaupið á milljörðum evra en það svarar til mörg hundruð milljarða íslenskra króna.
16 tonn fundust í gámi, sem kom frá Paragvæ, á hafnarsvæðinu í Hamborg í Þýskalandi þann 12. febrúar. Í samvinnu við hollenska tollverði komust tollverðir á slóð annarrar stórrar sendingar sem var komin til Antwerpen í Belgíu. Þar fundust 7,2 tonn.
Hollenska lögreglan handtók í gær 28 ára karlmann sem tengist málinu. Margar húsleitir hafa verið gerðar í Rotterdam og í bæ í nágrenni við borgina. Allt kókaínið átti að fara á sama staðinn í Hollandi.