The Guardian segir að maðurinn hafi synt til Suður-Kóreu snemma að morgni 16. febrúar. Hann var í blautbúningi. Þegar í land var komið skreið hann að sögn inn í holræsi nærri hlutlausa svæðinu á milli fjandríkjanna, faldi blautbúninginn og froskalappirnar og gekk síðan um 5 kílómetra áður en vörður tók eftir honum í eftirlitsmyndavél. Áður höfðu fimm eftirlitsmyndavélar myndað hann en enginn tekið eftir því og það þrátt fyrir að tvær þeirra hefðu virkjað aðvörunarkerfi.
Yonhap fréttastofan hefur eftir yfirmanni hjá hernum að hermenn hafi brugðist skyldum sínum og því hafi maðurinn getað komist svona langt.