fbpx
Miðvikudagur 14.ágúst 2024
Pressan

NASA birtir nýjar myndir frá Mars – „Þetta er svo sannarlega yfirborð framandi heims“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 21:00

Framandi heimur sagði verkfræðingurinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Perseverance, Marsbíll bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, lenti heilu og höldnu á Mars síðasta fimmtudag og byrjaði strax að senda myndir og aðrar upplýsingar til jarðarinnar. Á fréttamannafundi í gær birti NASA nýjar myndir sem höfðu borist frá Perseverance og sagði einn verkfræðinganna, sem vinna að verkefninu, þá: „Þetta er svo sannarlega yfirborð framandi heims – og við erum bara nýlent.“

Fram kom að bíllinn sé búinn að senda 30 gígabæti af gögnum til jarðar auk 23.000 ljósmynda.

NASA birti fyrstu myndina frá bílnum nokkrum mínútum eftir að hann lenti eftir sjö mánaða ferðalag. Lendingin var gríðarlega flókin í framkvæmd og ekkert var hægt að gera héðan frá jörðinni til að hafa áhrif á ferlið vegna þess að það tekur útvarpsmerki tæplega 12 mínútur að berast á milli plánetanna. En allt gekk þetta upp eins og lagt var upp með og þetta rúmlega 2 milljarða dollara verkefni gat því haldið áfram.

Perseverance lenti í Jazero gígnum en þar var áður vatn. Ætlunin er að bora niður í jarðveginn og taka jarðvegssýni sem geta hugsanlega sýnt merki þess að líf hafi þrifist á Mars eða þrífist jafnvel enn.

Svona lítur Mars út. Mynd:NASA

19 myndavélar eru á bílnum og því er hægt að mynda landslagið á Mars meira og betur en nokkru sinni áður. Bíllinn er einnig með fullkomið stýrikerfi sem hjálpar honum að forðast steina og gil, margvíslegan vísindabúnað til rannsókna og einnig er lítil þyrla með í för en hún verður fyrsta flugfarið til að fljúga á annarri plánetu.

Hér sést hluti af Perseverance. Mynd:NASA

Jarðvegssýnin, sem verða tekin, verða ekki öll rannsökuð strax því þau verða sett í hylki sem verða innsigluð og skilin eftir á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þau verða sótt síðar. Enn er unnið að útfærslu þess verkefnis og ekki er vitað hvenær það verður.

NASA hefur einnig birt fyrstu hljóðupptökuna frá Mars þar sem vindur heyrist blása.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið