Nadhim Zahawi, ráðherra bólusetningamála, segir að nú séu farin að sjást merki um að útbreiðsla veirunnar sé orðin takmörkuð. „Maður getur sagt að gögnin líti vel út,“ sagði hann í samtali við Sky News.
Nú hafa rúmlega 17 milljónir Breta fengið fyrri skammtinn af bóluefnunum en um 66 milljónir búa í landinu. Í heildina hefur því um þriðjungur landsmanna fengið fyrri skammtinn.