fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Neytendur í Texas sleppa við að greiða himinháa rafmagnsreikninga – Í bili

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 07:45

Það var snjór í Austin í Texas í síðustu viku. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, tilkynnti í gærkvöldi að orkufyrirtæki í ríkinu eigi að bíða með að rukka viðskiptavini sína um rafmagn fyrir þá daga sem mikið vetrarveður herjaði á ríkið í síðustu viku. Að auki mega fyrirtækin ekki loka fyrir rafmagn hjá þeim viðskiptavinum sem ekki hafa greitt rafmagnsreikninga sína.

„Texasbúar, sem þjáðust í marga daga í miklum kulda og rafmagnsleysi, eiga ekki að þurfa að fá himinháa rafmagnsreikninga,“ sagði hann í gærkvöldi. Hann kallaði þing ríkisins til neyðarfundar í gær í kjölfar frétta um að sumir neytendur hefðu fengið reikninga upp á rúmlega 10.000 dollara, það svarar til tæplega 1,3 milljóna íslenskra króna, í kjölfar þess mikla álags sem myndaðist á raforkukerfi ríkisins í vetrarveðrinu.

Ástæðan fyrir háu verið er að sumir eru ekki með fast rafmagnsverð heldur greiða þeir heildsöluverð en það rauk upp úr öllu valdi vegna mikillar rafmagnsnotkunar í kuldakastinu og lítillar framleiðslu.

Abbot sagði að yfirvöld í ríkinu verði nú að finna leið til að vernda viðskiptavini orkufyrirtækjanna. „Núna er þetta forgangsverkefni þings Texas,“ sagði hann. Nú er þess því beðið að yfirvöld finni leið út úr þessu og því geta neytendur andað rólega, að minnsta kosti í bili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland