Þeir segja að það skipti engu hvort tannburstinn standi í glasi við vaskinn eða í lokuðum skáp því bakteríurnar á honum séu í langflestum tilfellum hinar sömu og eru í munni þínum eða húð. Videnskab.dk skýrir frá þessu.
Vísindamenn við Northwestern University í Illinois í Bandaríkjunum kalla rannsóknina „Operation Pottymouth“ en í henni rannsökuðu þeir notaða tannbursta. „Ég segi ekki að það geti ekki komið örverur á tannbursta þegar sturtað er niður en miðað við það sem við sáum í rannsókninni þá koma þær flestar úr munni þínum,“ segir Erica Hartmann, meðhöfundur rannsóknarinnar, í fréttatilkynningu.
„Munnur þinn og magi eru ekki tvær aðskildar „eyjur“. Sumar örverur eru bæði í maga og munni og þar með einnig á tannburstanum. En líklega koma þessar örverur upphaflega úr munni þínum,“ sagði hún einnig.