fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Þriðjungur bandarískra hermanna vill ekki láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 22:00

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þriðjungur bandarískra hermanna vill ekki láta bólusetja sig. Þar sem bóluefnin gegn veirunni hafa aðeins hlotið samþykki til neyðarnotkunar geta hermenn hafnað bólusetningu. Þetta kom fram þegar hershöfðingi kom fyrir þingnefnd í vikunni.

Varnarmálaráðuneytið, Pentagon, flokkar bóluefnin sem valfrjálsan kost því bandaríska lyfjastofnunin FDA hefur ekki enn veitt þeim fullt og endanlegt samþykki. John Kirby, talsmaður Pentagon, sagði að hlutfall þeirra hermanna sem ekki vilja láta bólusetja sig sé svipað og almennt í þjóðfélaginu. Hann sagði jafnframt að rúmlega ein milljón hermanna muni hafa fengið bóluefni í lok vikunnar. Hann tók sérstaklega fram að Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, hafi verið bólusettur.

Ríkisstjórnin hefur beðið herinn og þjóðvarðliðið, sem heyrir undir ríkin sjálf, um aðstoð við að bólusetja almenning.

Flestar bólusetningar eru skylda hjá hernum en þar sem COVID-19 bóluefnin hafa aðeins verið samþykkt til neyðarnotkunar er ekki hægt að skylda hermenn til að láta bólusetja sig með þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“