fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Stjörnufræðingar staðfesta hver fjarlægasti hlutur sólkerfisins er – „Farfarout“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 15:00

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um þremur árum komu stjörnufræðingar í fyrsta sinn auga á hlut sem er nefndur Farfarout. Þetta er hugsanlega loftsteinn eða kannski lítil dvergpláneta. Nú hafa stjörnufræðingar staðfest að Farfarout (sem má kannski þýða sem „Langtlangt í burtu“ á íslensku) sé sá hlutur í sólkerfinu okkar sem er lengst frá jörðinni.

NOIRLab skýrir frá þessu í fréttatilkynningu.

Það tók stjörnufræðinga langan tíma að staðfesta hversu langt í burtu Farfarout er. „Farfarout er um þúsund ár að fara einn hring um sólina. Af þessum sökum hreyfist hann mjög hægt á himninum og það tekur því mörg ár að staðfesta braut hans,“ er haft eftir David Tholen, stjörnufræðingi hjá University of Hawai.

Þegar Farfarout er fjærst jörðinni er hann í 175 stjarnfræðieininga fjarlægð frá sólinni en til samanburðar má nefna að jörðin er í 1 stjarnfræðieininga fjarlægð frá sólinni. Farfarout er aðeins mjög dauft ljós á himni þegar hann er svona langt frá sólinni. En braut hans er aflöng og þegar hann er næst sólinn er hann  í „aðeins“ 27 stjarnfræðieininga fjarlægð og er þá nær sólinni en Neptúnus.

Farfarout kastaðist líklegast inn í innri hluta sólkerfisins fyrir ævilöngu eftir að hafa komið of nærri Neptúnusi,“ er haft eftir Chad Trujillo, stjörnufræðingi sem sagði einnig að væntanlega muni Neptúnus hafa áhrif á Farfarout einhvern tímann í framtíðinni þar sem brautir þeirra skerast.

Miðað við þá birtu sem Farfarout sendir frá sér og fjarlægð hans frá sólinn telja vísindamenn að þvermál hans sé um 250 kílómetrar.

Það var sami hópur stjörnufræðinga sem uppgötvaði dvergplánetuna „Farout“ sem er nú ekki lengur fjarlægasti hluturinn í sólkerfinu. Hópurinn væntir þess að finna enn fjarlægari hluti í framtíðinni. Það er því spurning hvort sá næsti muni þá heita „Farfarfarout“?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin