Þeir eru nú byrjaðir að sjást norðan við Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar hefur tilkoma þessara stóru dýra breytt lífinu. Fiskar sem höfðu vanist rólegu lífi og svamli í sjónum með föstum rútínum þurfa nú að vara sig á hvíthákörlum. The Guardian skýrir frá þessu.
Blaðið vísar til nýrra rannsókna sem sýna að loftslagsbreytingarnar hafi orðið til þess að þessi stóru rándýr hafi flutt sig 600 kílómetra norður á bóginn undan ströndum Kaliforníu frá 2014 til 2020. Á sama tíma hefur stofn sjóotra í Monterey Bay minnkað um 86%.
Kyle Van Houtan, vísindamaður hjá Monterey Bay Aquarium í Kaliforníu, sagði í samtali við The Guardina að tilkoma hvíthákarlanna breyti miklu þegar þeir birtast á nýjum stöðum og breyti leikreglunum fyrir fiskana á svæðinu. „Hvíthákarlar eru ekki nýr fiskur í hverfinu. Þetta eru rándýr á toppi fæðukeðjunnar og í sjónum beinst allra augu að þeim,“ sagði hann.
Hann sagði að þegar heildarmyndin sé skoðuðu þá séu hvíthákarlarnir í raun ekki vandamálið, það séu loftslagsbreytingarnar sem séu það. „Hákarlarnir segja okkur eiginlega bara að sjórinn hefur breyst og að nú þurfum við að gera eitthvað í málinu,“ sagði hann.