„Við berjumst við tvo faraldra. Veiruna og rangar upplýsingar. Við verðum að berjast við báða af sömu ákveðni,“ sagði Simon Stevens, yfirmaður breska heilbrigðiskerfisins NHS, á fréttamannafundi í vikunni.
Það hefur valdið áhyggjum að margt fólk af afrískum og asískum uppruna sem trúir á rangfærslurnar sem eru settar fram um bólusetningar á samfélagsmiðlum á borð við WhatsApp og á mörgum heimasíðum. Faraldurinn hefur lagst þungt á fátæka Breta, en margir af afrískum og asískum uppruna tilheyra þeim hópi, og hlutfallslega hafa miklu fleiri úr þessum þjóðfélagshópum látist af völdum COVID-19 en úr öðrum þjóðfélagshópum.
„Það er mikið áhyggjuefni að í samfélögum fólks af afrískum og suðurasískum uppruna er mikið hik við að láta bólusetja sig, það á einnig við um fólk sem starfar í heilbrigðis- og umönnunargeiranum. Af þeim sökum höfum við gripið til umfangsmikilla aðgerða á nokkrum svæðum. Í þeim taka trúarleiðtogar, heilbrigðiskerfið og forystumenn samfélaganna þátt,“ sagði Stevens.